- Lýsing
- Stærðarleiðbeiningar
Lýsing
Urban Explorer™ hálsólin frá DOG Copenhagen er sterk og létt ól úr endingargóðu, vatnsfráhrindandi efni. Hún er fóðruð og andar vel, og hentar vel til hversdagslegrar notkunar.
Auðvelt er að setja ólina á og taka hana af, þar sem smella er fyrir henni miðri. Ólin hentar því vel fyrir þá sem vilja forðast ólarfar í feldi og þá sem vilja tryggja fyllsta öryggi hundsins í leik og þegar hann er einn heima.
Gott 3M™ endurskin er á ólinni, ásamt tveimur D-hringjum sem hægt er að festa taum við. Einnig er plasthringur sem gott er að festa nafnspjald hundsins við.