Terra
Aðstoðarmaður
Terra Pixie Dímonsdóttir er fædd í janúar 2021. Terra er blendingur, líkt og Dímon, líklegast Border Collie og Labrador Retriever. Aðrar líklegar tegundir eru íslenskur fjárhundur, en allt er það óljóst enn.
Terra hefur stundað þónokkrar íþróttir á sinni stuttu ævi, aðallega sér og fólkinu sínu til gamans. Terra hefur mjög gaman af fólki og athygli, og erfði trygglyndi föður síns.
Uppáhaldsiðja Terru er að leika sér í öllum leikjum og íþróttum, ásamt því að fá að hlaupa laus um og skoða nýja staði með fjölskyldu sinni.