Lilja Dögg

Lilja Dögg Færseth Ólafsdóttir

Hundaþjálfari

Lilja Dögg Færseth Ólafsdóttir er annar eigenda Hundaleikni. Hún er CPDT hundaþjálfari frá Victoria Stilwell Dog Training Academy og er einnig með MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

 

Lilja starfar bæði sem klínískur sálfræðingur og sem hundaþjálfari.

Hún notast einungis við þjálfunaraðferðir byggðar á nýjustu rannsóknum og sem samræmast gildandi siðareglum sálfræðinga og atferlisfræðinga. Einnig leitast hún við að viðhalda og bæta þekkingu sína með því að sækja reglulega námskeið og aðra endurmenntun. 

 

Dýravelferð, sem og öryggi og traust dýra til fólksins síns, er í fyrirrúmi í allri vinnu Lilju með dýrum. Lilja tekur á móti hundum og fólki og hjálpar þeim að vinna saman að því að leysa þau vandamál sem þau standa frammi fyrir.