
Um Hundaleikni
Hundaleikni er fjölskyldufyrirtæki sem er rekið af okkur hjónum, Ármanni Frey og Lilju Dögg, ásamt hundum okkar tveimur, Dímoni og Terru.
Við höfum mikinn áhuga á hundaþjálfun og dýravelferð.
Ármann hefur átt hunda allt sitt líf og rennur hundaþjálfun honum í blóði.
Lilja er menntaður hundaþjálfari og klínískur sálfræðingur.
Hundaleikni notast einungis við aðferðir sem samræmast nýjustu rannsóknum um þjálfun, kennslu og velferð dýra. Við tökum lögum
um dýravelferð með mikilli alvöru og viljum einungis það besta fyrir dýrin.
Einkunnarorð Hundaleikni eru virðing, vellíðan og velgengni, sem endurspeglast í allri þjónustu og vörum fyrirtækisins.
Hjá Hundaleikni eru einungis seldar vörur sem eigendur fyrirtækisins myndu sjálfir nota fyrir sín dýr.
Þar af leiðandi er ekki að finna vörur hjá Hundaleikni sem gætu valdið dýrum óþægindum eða ótta, eða aðrar vafasamar vörur.
Meðlimir Hundleikni
Lilja Dögg
Lilja Dögg Færseth Ólafsdóttir2024-08-18T17:52:37+00:00Ármann Freyr
Lilja Dögg Færseth Ólafsdóttir2024-08-18T17:53:58+00:00Terra
Lilja Dögg Færseth Ólafsdóttir2024-08-18T17:52:03+00:00Dímon
Lilja Dögg Færseth Ólafsdóttir2024-08-18T17:53:14+00:00Virðing
Hjá Hundaleikni er öllum sýnd virðing, óháð tegund, aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund,
kynþætti eða öðrum þáttum sem gera okkur einstök. Virðing er einnig sýnd í verki meðal annars með því að hlusta hvert á annað og virða sjálfsákvörðunarrétt allra aðila.
Vellíðan
Vellíðan allra aðila skiptir okkur hjá Hundaleikni miklu máli. Allir hafa rétt á að líða vel,
sama hvaða tegund við tilheyrum. Þar af leiðandi notar Hundaleikni einungis þjálfunaraðferðir
og vörur sem hafa ekki neikvæð áhrif á líðan neins.
Velgengni
Velgengni kúnna okkar og nemenda skiptir okkur miklu máli, því allt er auðveldara
þegar lífið gengur vel. Hundaleikni leggur áherslu á sameiginlegan skilning mannfólks og hunda, með það að markmiði að bætasamkennd og samvinnu allra aðila.