Tumble skál
2.990 kr.
- Hvetur hundinn til að borða hægar
- Með kúptum botni, svo skálin vaggar
- Úr sterku matvælaplasti
- Má setja í uppþvottavél
- Lýsing
- Frekari upplýsingar
- Myndband
Lýsing
Slow-feeder skál frá Eat Slow Live Longer með kúptum botni.
Skálin er hönnuð með spíralmynstri að innan sem gerir erfiðara fyrir að ná matnum upp úr skálinni.
Hundurinn þarf því að vinna meira fyrir matnum, tekur minni bita og borðar hægar.
Botninn á skálinni er kúptur svo hún hreyfist þegar reynt er að ná matnum, sem eykur erfiðleikastig þrautarinnar.
Þessi skál hentar vel hundum sem borða matinn sinn hratt og þurfa aðstoð við að borða hægar.
Sömuleiðis getur hún hentað þeim sem finnst maturinn óspennandi og þurfa meiri skemmtun í matartímanum.
Kostir við að nota slow-feeder matarskál eru margvíslegir;
– Bætir meltingu þar sem hundurinn borðar hægar
– Dregur úr magni lofts sem hundur innbyrðir í matartíma
– Dregur úr líkum á köfnun / uppköstum vegna of hraðs áts
– Dregur úr líkum á uppþöndum kvið
– Gerir matartímann lengri svo hundinum finnst hann hafa borðað meira
– Gerir matartímann skemmtilegri
– Gefur hundinum verkefni og heilaleikfimi
Leiðbeiningar
Skálina má nota sem venjulega matarskál í matartímum.
Setjið fóður hundsins í skálina og dreifið úr því. Leyfið hundinum að vinna við að ná matnum upp úr skálinni.
Eat Slow Live Longer skálin er gerð úr plasti sem hannað er til mateldis, án BPA, PVC og þalata (e. phthalates).
Gúmmí í botninum til að draga úr hávaða og tryggja að skálin haldist á sínum stað.
Skálin má fara í uppþvottavél.
Þvermál skálarinnar er 20cm.
Frekari upplýsingar
Ummál | 20 × 20 cm |
---|---|
Litur | Grár |