Go Explore – Nammitaska
6.990 kr.
- Hægt að festa við belti, belti fylgir með
- Lokast með segli svo taskan haldist lokuð og nammi skoppi ekki upp úr
- Auðvelt aðgengi að namminu og flipi á töskunni svo auðveldara sé að opna hana í hönskum
- Auðvelt að snúa nammivasanum við til að þrífa
- Renndur vasi að framan fyrir smærri hluti eins og clicker, lykla, eða kort
- Vasi að aftan fyrir upphirðupoka, með innbyggðum skammtara
- Á töskunni 3M™ endurskinsrönd til að auka sýnileika í skammdeginu
- Dönsk hönnun
- Lýsing
- Frekari upplýsingar
Lýsing
Go Explore™ nammitaskan frá DOG Copenhagen er fullkomin í göngutúra og alla þjálfun.
Taskan helst lokuð með segli, sem tryggir að hún haldist lokuð í göngutúrum og hlaupum. Flipi er á opnun töskunar, sem auðveldar enn fremur aðgengi að namminu og gerir þér kleift að vera sneggri að sækja nammið, jafnvel í hönskum.
Þá er renndur vasi að framan þar sem hægt er að geyma smærri hluti, líkt og clicker, lykla eða kort.
Sömuleiðis er lítil lykkja á hlið töskunnar sem hægt er að festa clicker eða lykla við.
Auðvelt er að festa töskuna á belti eða vasa með beltaklemmu aftan á töskunni. Þá fylgir stillanlegt smellt belti með töskunni sem meðal annars hægt er að setja yfir úlpur eða öxl.
Að aftan er vasi fyrir upphirðupoka, ásamt innbyggðum skammtara. Ein rúlla af Earth Rated® upphirðupokum fylgir með töskunni.
Taskan er úr endingargóðu bletta- og vatnsfráhrindandi efni með 3M™ endurskinsrönd.
Auðvelt er að snúa nammivasanum við til að þrífa hann.
Mál tösku (LxBxH): 17cm x 6cm x 15cm / 6,7in x 2,4in x 5,9in
Mál beltis: 70cm – 145cm / 27,5 – 57in
Hundaleikni mælir með að vera með nammitösku í göngutúrum til að auðveldara sé að styrkja / verðlauna þá hegðun sem við viljum sjá í göngutúrum.
Hvort heldur sem það sé að ganga fallega í taum, láta rusl á götunni vera, eða sýna öðrum vegfarendum kurteisi.
Frekari upplýsingar
Litir | Svartur, Blár, Rauður, Bleikur, Fjólublár |
---|